190 leikir, milljón minningar
Undirbúningur er lítill og hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst. Spilið er ætlað öllum börnum frá þriggja ára til níræðs. Lengd leikjanna veltur á áhuga þátttakenda og framsetningu. Við þurfum ekki síma né meira plast enda má með lítilli fyrirhöfn tína til manneskjur, handklæði, herðatré, klósettpappír, skeiðar, skóhorn, plastflöskur, borðtennisbolta, eggjabakka, teygjur og límband og búa til ógleymanlegar stundir.
Með leikgleðina að vopni
Við eigum aldrei að hætta að leika okkur, gera tilraunir og mistök. Hvað í pabbanum ert þú að gera örvar ímyndunaraflið, stuðlar að líkamlegri virkni, þjálfar félagsfærni, undirbýr okkur fyrir lífið og sér til þess að ríkulega sé lagt inn í geðtengslabankann.
Um höfundinn
Arnar Dan heiti ég og er faðir, leikari og nú höfundur þessa verkefnis. Við lifum á tímum þar sem afþreyingin er botnlaus. Svarti skjárinn, streymisveitur og stýripinnar búa yfir aðdráttarafli sem verkar jafn þungt á unga jafnt sem aldna. Það er mitt mat að skjátími á aldrei að koma í veg fyrir jákvæða virkni. Foreldrar þurfa því að leitast við að skapa jafnvægi í lífi barna sinna og skipuleggja skjálausar stundir saman. Þegar heimsfaraldurinn skall á missti ég vinnuna og fann hversu mikið strákarnir sóttu í skjáinn. Ég hafði meiri tíma og til skammta skjátímann fór ég að leika við þá. Þetta var í raun jafn mikið fyrir mig og þá. Allir græddu. Áherslan var lögð á augnsamband, stemmningu og virkan líkama. Ég setti mér metnaðarfull markmið, bauð þeim upp á 4 leiki á dag og deildi brotabroti á samfélagsmiðlum. Hugmyndin að spilinu fór að mótast. Þessi tími staðfesti enn frekar fyrir mér mátt leiksins. Sambönd styrkjast þegar tekist er á við verkefni. Góða skemmtun.
Hvað í pabbanum ert þú að gera?
Útsölu verð
Verð
4.000 kr
Verð
Unit price
per