Hvað í pabbanum ert þú að gera?
Útsölu verð
Verð
4.000 kr
Verð
Unit price
per
Hvað í pabbanum ert þú að gera? er leikjabanki fyrir fjölskyldufólk sem vilja leika sér og hvíla svarta skjáinn á meðan.
Leikirnir eru fjölbreyttir en eiga það allir sameiginlegt að styðjast við hefðbundinn heimilisbúnað eins og klósettpappír, skeiðar, skóhorn og plastflöskur. Spurningin „jæja hvað ættum við að gera“ heyrir sögunni til. Við þurfum ekki fleiri plastleikföng, gefum okkur heldur tíma og leikum okkur saman.
Spilið varð til sumarið 2021 fyrir tilstuðlan 250 einstaklinga sem styrktu verkefnið í gegnum Karolinafund en leikarinn Arnar Dan Kristjánsson er höfundur verkefnisins og sá um þróun leikja og hönnun spila.
Góða skemmtun. Stemmning og geðtengslamyndun er á næsta leiti.
Innihald: 190 leikjaspjöld, leiðbeiningabæklingur og eigulegar umbúðir í stærðinni 90 mm x 90 mm x 110 mm